Rekinn eftir niðurlægjandi úrslit

Rob Page.
Rob Page. AFP/John Thys

Rob Page hefur verið rekinn sem landsliðsþjálfari Wales í fótbolta eftir jafntefli við Gíbraltar á dögunum. Page fór með liðið á heimsmeistaramótið í Katar, fyrsta HM Wales í 64 ár.

Page tók við liðinu eftir að Ryan Giggs var vikið frá störfum í kjölfar ákæru fyrir heimilisofbeldi árið 2020. Undir hans stjórn komst Wales í sextán liða úrslit EM 2020 og inn á HM 2022. 

Wales mistókst að tryggja sér sæti á EM 2024 eftir umspil við Pólland og steininn tók úr þegar liðinu mistókst að sigra dvergríkið Gíbraltar á dögunum sem þóttu niðurlægjandi úrslit.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert