Weghorst á heimleið

Wout Weghorst og Jakub Kiwior eigast við í leik Póllands …
Wout Weghorst og Jakub Kiwior eigast við í leik Póllands og Hollands. AFP/ Christophe Simon

Hollenski framherjinn Wout Weghorst er á leiðinni til Ajax í heimalandinu. Weghorst er samningsbundinn Burnley á Englandi.

Weghorst skoraði sigurmark Hollendinga gegn Pólverjum í fyrsta leik liðanna á EM síðastliðinn sunnudag en hann er 31 árs gamall. Weghorst hefur undanfarin ár leikið fyrir Besiktas, Hoffenheim og Manchester United á láni frá Burnley en yfirgefur nú félagið fyrir fullt og allt.

Hollendingurinn stæðilegi lék fyrir Hoffenheim í vetur og skoraði sjö mörk í 28 leikjum fyrir félagið. Holland mætir Frökkum í kvöld á EM.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert