Slæmar fréttir fyrir Rúnar

Nathan Trott.
Nathan Trott. Ljósmynd/FCK

Danska úrvalsdeildarfélagið Kaupmannahöfn tilkynnti í dag nýjan aðalmarkmann liðsins, Nathan Trott sem kemur til liðsins frá West Ham.

Hin 25 ára gamli Trott gerði samning til 2028 og fékk treyju númer 1 sem er vanalega treyjunúmer aðalmarkvarða. Hann hefur verið einn besti markmaður í dönsku deildinni síðustu tvö tímabil en hann var á láni hjá Veijle.

Íslenski markmaðurinn Rúnar Alex Rúnarsson kom til liðsins frá Arsenal í frjálsri sölu um mitt síðasta tíma­bil en sat á bekkn­um á meðan að Kamil Gra­bara var í hans stöðu. Grabara er á förum til Dortmund í Þýskalandi.

 

 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert