Launin entust ekki nema í hálfan mánuð

„Ég hef aldrei fengið vel borgað fyrir að spila fótbolta,“ sagði knattspyrnumaðurinn fyrrverandi Ásgeir Börkur Ásgeirsson í Dagmálum.

Ásgeir Börkur, sem er 37 ára gamall, lagði skóna á hilluna eftir síðasta keppnistímabil en hann er hvað þekktastur fyrir tíma sinn með uppeldisfélagi sínu Fylki og var á meðal litríkustu karakteranna í íslenska boltanum lengi vel.

Hefur alltaf snúist um ástríðuna

Alls á hann að baki 196 leiki í efstu deild og þá lék hann einnig sem atvinnumaður í Noregi og í Svíþjóð á atvinnumannaferlinum.

„Þetta hefur alltaf snúist um ástríðuna hjá mér,“ sagði Ásgeir Börkur.

„Þegar ég var að spila erlendis átti ég íbúð hérna á Íslandi, sem ég leigði út á meðan, og það hélt mér á floti.

Launin sem ég var með hjá Sarpsborg sem dæmi dugðu mér ekki í hálfan mánuð. Þetta var ekki vel borgað starf,,“ sagði Ásgeir Börkur meðal annars.

Viðtalið við Ásgeir Börk í heild sinni má nálgast með því að smella hér eða á hlekkinn hér fyrir ofan.

Ásgeir Börkur Ásgeirsson.
Ásgeir Börkur Ásgeirsson. mbl.is/Eggert Jóhannesson
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert