Naumt tap hjá Heimi í Houston

Heimir Hallgrímsson á hliðarlínunni í Houston í nótt.
Heimir Hallgrímsson á hliðarlínunni í Houston í nótt. AFP/Omar Vega

Mexíkó sigraði Jamaíku, 1:0, í Ameríkubikar karla, Copa America, í knattspyrnu í nótt, þegar liðin mættust í Houston í Texas.

Þetta var fyrsti leikurinn hjá Heimi Hallgrímssyni og lærisveinum hans í jamaíska liðinu á mótinu.

Gerardo Arteaga skoraði sigurmark Mexíkó á 69. mínútu en í hinum leik riðilsins vann Venesúela sigur á Ekvador, 2:1.

Jamaíka mætir næst Ekvador á miðvikudagskvöldið en tvö lið komast áfram úr riðlinum og í átta liða úrslit mótsins.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert