Eigendur Liverpool íhuga að kaupa franskt félag

Liverpool er í ensku úrvalsdeildinni.
Liverpool er í ensku úrvalsdeildinni. AFP/Paul Ellis

Eigendur Liverpool í ensku úrvalsdeildinni í knattspyrnu eru að íhuga að kaupa annað lið, í Frakklandi.

Eigendur Liverpool eru Fenway Sports Group en þeir eru í viðræðum um franska félagið Bordeaux sem lenti í 4. sæti í B-deild í fyrra.

Bordeaux var fellt tímabundið niður í C-deild því liðið er í vandræðum fjárhagslega en er að berjast fyrir því að halda sæti sínu í deildinni og hafa tvær vikur til þess að selja liðið og halda sætinu.

„Fenway Sports Group hefur áhuga á því að hugsanlega kaupa franska knattspyrnufélagið Bordeaux og er á fyrstu stigum í viðræðum. Á meðan ferlið er í gangi munum við ekki tjá okkur meira,“ stóð í tilkynningu Fenway Sports Group.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert