Heimir Hallgrímsson tekur við Írum

Heimir Hallgrímsson er mættur til Dublin
Heimir Hallgrímsson er mættur til Dublin Ljósmynd/Knattspyrnusamband Írlands

Írska knattspyrnusambandið hefur staðfest að Heimir Hallgrímsson tekur við karlalandsliði þjóðarinnar. 

Heimir sagði upp starfi sínu sem landsliðsþjálfari Jamaíka á dögunum eftir að liðið hafði fallið úr keppni í Ameríkubikarnum sem fram fer í Bandaríkjunum en samningur hans var til ársins 2026.

Fyrsti leikur Heimis við stjórnvölinn verður þann 7. september gegn Englendingum í Þjóðadeild Evrópu á Aviva vellinum í Dublin.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert