Morata á leið til Mílanó

Álvaro Morata er á leiðinni til Ítalíu á nýjan leik
Álvaro Morata er á leiðinni til Ítalíu á nýjan leik AFP/Christophe Simon

Fyrirliði spænska landsliðsins í fótbolta, Alvaro Morata, fer að öllum líkindum til AC Milan að Evrópumótinu loknu. 

Samkvæmt fregnum á Ítalíu hefur félag Morata, Atletico Madrid, samþykkt kauptilboð AC Milan en leikmaðurinn hefur ekki enn náð samkomulagi við Mílanó-liðið.

Fregnir herma að símtal frá Zlatan Ibrahimovic, sem nú starfar sem ráðgjafi hjá AC Milan, hafi sannfært framherjann að ganga til liðs við félagið. 

Morata er 31 árs gamall og hefur leikið fyrir Chelsea, Real Madrid og Juventus á ferlinum.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert