Samúel Kári á förum

Samúel Kári Friðjónsson.
Samúel Kári Friðjónsson. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Keflvíkingurinn Samúel Kári Friðjónsson er á förum frá gríska félaginu Atromitos en samningur hans við félagið rann út á dögunum. Samúel lék fyrir félagið í tvö ár.

Samúel glímdi við meiðsli á tímabilinu sem leið en hann lék í heildina 53 leiki fyrir liðið eftir að hafa gengið til liðs við Atromitos frá Viking í Stavanger árið 2022. 

Samúel er 28 ára gamall og hefur einnig leikið með Vålerenga, Paderborn og Reading á atvinnumannaferlinum.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert