Stuttgart á eftir Orra Steini

Orri Steinn Óskarsson er eftirsóttur víða um Evrópu.
Orri Steinn Óskarsson er eftirsóttur víða um Evrópu. mbl.is/Eggert Jóhannesson

SkySport í Þýskalandi greinir frá því að stórliðið Stuttgart sé á höttunum eftir framherja í sumar og Orri Steinn Óskarsson, leikmaður FCK og íslenska landsliðsins, sé ofarlega á óskalista félagins.

Stuttgart hafnaði í öðru sæti þýsku deildarinnar á tímabilinu en greint er frá því að félagið sé í viðræðum við tvo framherja, Deniz Undav sem lék fyrir Stuttgart á láni frá Brighton á liðnu tímabili, og Ermedin Demirovic frá Augsburg.

Nái félagið ekki að kaupa báða leikmennina muni Orri Steinn vera næstur í röðinni en FCK hafnaði nýverið tilboði frá spænska liðinu Girona. Kaupmannahafnarfélagið er talið vilja í kringum 18-20 milljónir evra fyrir Íslendinginn sem átti afar góða lokamánuði á tímabilinu.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert