Laun Heimis Hallgrímssonar opinberuð

Heimir Hallgrímsson með írsku landsliðstreyuna.
Heimir Hallgrímsson með írsku landsliðstreyuna. Ljósmynd/Ireland Football

Heimir Hallgrímsson fær um 97 milljónir íslenskra króna á ári fyrir störf sín sem þjálfari karlalandsliðs Írlands í fótbolta. 

Miðilinn Independent á Írlandi greinir frá og segir um leið að hann fái hærri laun en forveri hans, Stephen Kenny.

Heimir fær um 650 þúsund evrur á ári eða um 97 milljónir króna. Forveri hans Stephen Kenny fékk um 550 þúsund evrur. 

Heimir mun þá fá stóran bónus ef hann kemur Írlandi á heimsmeistaramótið eftir tvö ár.

Heim­ir sagði upp starfi sínu sem landsliðsþjálf­ari Jamaíku á dög­un­um eft­ir að liðið féll úr keppni í Am­er­íku­bik­arn­um sem fram fer í Banda­ríkj­un­um en samn­ing­ur hans var til árs­ins 2026.

Fyrsti leik­ur Heim­is við stjórn­völ­inn verður 7. sept­em­ber gegn Eng­lend­ing­um í Þjóðadeild Evr­ópu á Avi­va-vell­in­um í Dublin.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert