Íslendingarnir skoruðu báðir

Bjarki Steinn Bjarkason skoraði í dag.
Bjarki Steinn Bjarkason skoraði í dag. Ljósmynd/Alex Nicodim

Undirbúningur Íslendingaliðsins Venezia fyrir endurkomu í ítölsku A-deildina í fótbolta er í fullum gangi en liðið valtaði yfir þýska 4. deildarliðið ASV Burgstall í æfingaleik í dag, 11:0.

Mikael Egill Ellertsson og Bjarki Steinn Bjarkason komust báðir á blað hjá Venezia, sem vann umspil B-deildarinnar á síðustu leiktíð.

Bjarki lék einn leik með Venezia í A-deildinni tímabilið 2021/22. Hann lék stórt hlutverk með liðinu á síðustu leiktíð og kom við sögu í 34 deildarleikjum. Hann gekk í raðir Venezia árið 2020.

Mikael lék einnig stórt hlutverk með Venezia á síðustu leiktíð, spilaði 37 deildarleiki, en hann kom til félagsins á síðasta ári. Mikael lék 11 leiki með Spezia í A-deild Ítalíu tímabilið 2022/23.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert