Valgeir skoraði í Íslendingaslagnum

Valgeir Lunddal Friðriksson í leik með íslenska landsliðinu.
Valgeir Lunddal Friðriksson í leik með íslenska landsliðinu. Ljósmynd/KSÍ

Valgeir Lunddal Friðriksson skoraði mark fyrir Häcken í 5:3 tapi liðsins gegn Elfsborg í sænsku úrvalsdeildinni í dag.  

Eggert Aron Guðmundsson byrjaði sinn fyrsta leik fyrir Elfsborg en hann spilaði fyrstu 56 mínútur leiksins. Mark Valgeirs kom Häcken yfir, 2:1, undir lok fyrri hálfleiks.  

Á 62. Mínútu kom Andri Fannar Baldursson inn á í stöðunni 2:2. Allt stefndi í 3:2 sigur Häcken þar til á 90. mínútu en þá skoraði Elfsborg þrjú mörk á fimm mínútna kafla.  

Úrslitin þýða að Elfsborg er í fimmta sæti með 22 stig en Häcken er í fjórða sæti með 23 stig.  

Arnór og Ísak í byrjunarliðinu

Arnór Ingvi Traustason og Ísak Andri Sigurgeirsson voru báðir í byrjunarliði Norrköping í 2:1 tapi liðsins gegn Västerås.  

Norrköping er í neðsta sæti deildarinnar með 11 stig.  

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert