Kristall framlengir

Kristall Máni Ingason og félagar í Sönderjyske spila í efstu …
Kristall Máni Ingason og félagar í Sönderjyske spila í efstu deild að ári. Ljósmynd/SönderjyskE

Kristall Máni Ingason framlengdi samning sinn við danska knattspyrnufélagið Sönderjyske í dag.

Hann framlengdi samning sinn til ársins 2027 en hann kom til Sönderjyske frá norska félaginu Rosenborg í júlí í fyrra.

Sönderjyske tryggði sér sæti í úrvalsdeild á síðasta tímabili en næsta tímabil hefst í þessari viku og Sönderjyske mætir Silkeborg á útivelli í fyrsta leik liðsins.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert