Pascal Gross er gengin til liðs við þýska knattspyrnufélagið Dortmund frá Brighton & Hove í ensku úrvalsdeildinni.
Hann hefur verið lykilleikmaður Brighton síðustu ár en hann kom frá Ingolstadt árið 2017 og er markahæsti leikmaður í sögu Brighton í ensku úrvalsdeildinni með 30 mörk.
Gross var fyrsti leikmaður sem liðið fékk til sín þegar það komst upp í úrvalsdeild árið 2017. Á síðasta tímabili stóð hann sig mjög vel og var valinn í þýska landsliðshópinn fyrir EM 2024.
Fabian Hurzeler, sem tók við Brighton í byrjun júlí sagðist svekktur að fá ekki að hafa hann í félaginu en skilja að hann vilji spila í einu besta félagi í Þýskalandi. Gross hefur haldið með Dortmund frá því að hann var ungur og vildi því fara.
Living the dream...🥹💛 pic.twitter.com/vG4cKFz2Vx
— Borussia Dortmund (@BVB) August 1, 2024