Düsseldorf fer vel af stað í þýsku B-deildinni í fótbolta en liðið lagði Darmstadt, 2:0, á útivelli í 1. umferðinni í dag.
Ísak Bergmann Jóhannesson lék allan leikinn á miðjunni hjá Düsseldorf og nældi sér í gult spjald á 81. mínútu. Hann er nú alfarið kominn til Düsseldorf eftir að hafa verið að láni hjá félaginu á síðustu leiktíð.
Düsseldorf var hársbreidd frá því að fara upp í efstu deild á síðustu leiktíð eftir tap í umspili.