Evrópumeistarinn kvaddi félagið

Daniel Olmo er Evrópumeistari.
Daniel Olmo er Evrópumeistari. AFP/Ina Fassbender

Spænski landsliðsmaðurinn í fótbolta, Dani Olmo, kvaddi RB Leipzig í dag en hann hefur verið þar frá árinu 2020.

Olmo, sem er 26 ára, hefur spilað 148 leiki fyrir félagið, skorað 29 mörk og gefið 34 stoðsendingar en er nú á förum frá félaginu og er sterklega orðaður við spænska stórveldið Barcelona.

Hann var frábær á Evrópumótinu í sumar með spænska landsliðinu, var valinn í lið mótsins og var einn af markahæstu leikmönnum mótsins.

Miðjumaðurinn þakkaði Leipzig fyrir sig í færslu á samfélagsmiðlinum X í dag.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert