Stjarnan sækir markvörð

Halla Margrét Hinriksdóttir, í leik með Stjörnunni árið 2021.
Halla Margrét Hinriksdóttir, í leik með Stjörnunni árið 2021. Kristinn Magnússon

Markvörðurinn Halla Margrét Hinriksdóttir er gengin til liðs við Stjörnuna í Bestu deild kvenna í fótbolta.

Halla Margrét er 29 ára og hefur ekki spilað síðan á undirbúningstímabilinu árið 2022 með Aftureldingu en var varamarkvörður í Breiðabliki undir lok síðasta tímabils.

Auður Scheving sem hefur verið í baráttu um aðalmarkvarðarstöðuna í Stjörnunni í sumar er farin út til Bandaríkjanna þar sem hún spilar í háskólaboltanum með Louisiana State-háskólanum.

Halla Margrét hefur spilað 28 leiki í úrvalsdeildinni en hún spilaði þar síðast með Stjörnunni árið 2021.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert