Óttar Magnús Karlsson skoraði jöfnunarmark SPAL í 2:1 tapi liðsins gegn U23 ára liði Atalanta í bikarkeppni neðrideilda á Ítalíu.
Óttar var í byrjunarliði og jafnaði metin fyrir SPAL á 52. mínútu en hann kom til liðsins í byrjun mánaðars. Pietro Tornaghi skoraði sigurmark Atalanta á annarri mínútu uppbótartímans og SPAL er úr leik.
Kristófer Jónsson spilaði allan leikinn með Triestina þegar liðið datt einnig úr bikarkeppninni eftir 1:0-tap gegn Trento í dag. Stígur Diljan Þórðarson, sem er 18 ára gamall, kom inn á á 57. mínútu hjá Triestina.