Adam með þrennu í fyrsta leik

Adam Ægir Pálsson í leik með Val.
Adam Ægir Pálsson í leik með Val. mbl.is/Kristinn Magnússon

Adam Ægir Pálsson gerði sér lítið fyrir og skoraði þrennu fyrir Perugia í sínum fyrsta leik fyrir liðið þegar það vann Latina örugglega á útivelli, 4:1, í bikar neðri deilda Ítalíu í knattspyrnu í kvöld.

Adam Ægir gekk til liðs við Perugia að láni frá Val á dögunum og fékk tækifærið í byrjunarliðinu.

Perugia var 1:0 yfir í hálfleik en þá var röðin komin að Adam Ægi að láta ljós sitt skína.

Fyrst skoraði hann á 54. mínútu, aftur á 74. mínútu og fullkomnaði svo þrennuna á 83. Mínútu.

Perugia leikur í B-riðli C-deildar Ítalíu þar sem keppni hefst um aðra helgi.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert