Albert færist nær Fiorentina

Albert Guðmundsson.
Albert Guðmundsson. Ljósmynd/Szilvia Micheller

Knattspyrnumaðurinn Albert Guðmundsson færist nær ítalska félaginu Fiorentina. 

Ítalski blaðamaðurinn Gianluca Di Marzio segir frá og samkvæmt honum gæti allt verið frágengið á morgun. 

Albert er leikmaður Genoa en hann átti frábært tímabil með liðinu í ítölsku A-deildinni síðast. 

Stærstu lið Ítalíu hafa öll verið orðuð við Íslendinginn en hann virðist ætla að fara til Fiorentina. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert