Ungi Norðmaðurinn til þýska liðsins

Antonio Nusa er einn efnilegasti leikmaður Noregs.
Antonio Nusa er einn efnilegasti leikmaður Noregs. AFP/Tom Goyvaerts

Norski knattspyrnumaðurinn Antonio Nusa er genginn í raðir þýska félagsins RB Leipzig. 

Nusa kemur til Leipzig frá Club Brugge í Belgíu en hann er 19 ára gamall kantmaður og verður í treyju númer sjö hjá Leipzig. 

Nusa hefur þrátt fyrir ungan aldur leikið 86 leiki með aðalliði Club Brugge en hann gekk í raðir félagsins frá Stabæk í ágúst árið 2021. 

Þá á Nusa að baki sjö landsleiki fyrir Noreg. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert