Knattspyrnumaðurinn Daley Blind hefur lagt landsliðsskóna á hilluna eftir að hafa leikið 108 leiki á 11 árum fyrir Holland.
Blind var lykilmaður í hollenska landsiðinu í áratug. Hann var í hollenska liðinu sem hafnaði í þriðja sæti á HM í Brasilíu árið 2014.
Blind, sem spilar fyrir Girona á Spáni, ólst upp hjá Ajax en árið 2014 var hann keyptur til Manchester United þar sem hann var í fjögur ár.