Öskraði af sársauka (myndskeið)

Eduardo Camavinga meiddist illa í gær.
Eduardo Camavinga meiddist illa í gær. AFP/Sergei Gapon

Franski knattspyrnumaðurinn Eduardo Camavinga, miðjumaður Evrópumeistara Real Madrid, meiddist illa á æfingu liðsins í Varsjá í Póllandi í gærkvöldi.

Real Madrid mætir Atalanta í Meistarabikar Evrópu í Póllandi í kvöld en Camavinga tekur ekki þátt í leiknum eftir að hafa meiðst á æfingu gærdagsins.

Franski miðjumaðurinn tognaði illa á hné en er ekki með slitið krossband. Hann verður því frá næstu vikurnar en Frakkinn, sem er 21 árs gamall, gekk til liðs við Real Madrid frá Rennes sumarið 2021.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert