Samningi brasilíska knattspyrnumannsins Alex Telles við Al-Nassr í Sádi-Arabíu hefur verið rift. Cristiano Ronaldo leikur með Al-Nassr og voru þeir einnig liðsfélagar hjá Manchester United.
Al-Nassr greiddi United fjórar milljónir punda fyrir bakvörðinn sem þénaði um sjö milljónir punda, 1,3 milljarð, fyrir eina árið sitt í Sádi-Arabíu.
Telles átti eitt ár eftir af samningi sínum við félagið en félagið og leikmaðurinn komust að sameiginlegri ákvörðun um riftun, þar sem hann var búinn að missa sætið sitt í byrjunarliðinu.