Handtekinn grunaður um kynferðisbrot

Rafa Mir í leik með spænska U21 árs landsliðinu.
Rafa Mir í leik með spænska U21 árs landsliðinu. AFP

Knattspyrnumaðurinn spænski Rafa Mir var handtekinn í gær vegna gruns um kynferðisbrot.

Mir, sem er 27 ára, æfði ekki með félagi sínu Valencia í gær vegna handtökunnar. Valencia gaf frá sér yfirlýsingu þar sem tekið er fram að félagið muni vera samvinnuþýtt við rannsókn málsins.

Spænski sóknarmaðurinn gekk í raðir Wolves á Englandi árið 2018 en lék aðeins fjóra leiki með enska liðinu. Hann hefur einnig leikið með Sevilla, Nottingham Forest, Las Palmas og Huesca.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert