Knattspyrnudómarinn norðurírski Keith Kennedy er látinn aðeins 33 ára að aldri.
Kennedy hóf dómaraferilinn árið 2007 og stýrði sínum fyrsta leik í norðurírsku deildarkeppninni þegar hann var aðeins 21 árs.
Hann dæmdi úrslitaleik norðurírska bikarsins árið 2021 og dæmdi sinn síðasta leik 16. ágúst.
BBC greinir frá andlátinu í dag, en dánarorsök er ekki tekin fram.