Þýskur þjálfari lést í bílslysi

Helge Rasche lést í bílslysi.
Helge Rasche lést í bílslysi. Ljósmynd/eintracht.de

Helge Rasche, þjálfari U19-ára liðs drengja í knattspyrnu hjá þýska félaginu Eintracht Frankfurt, er látinn aðeins 33 ára að aldri.

Í tilkynningu frá félaginu segir að Rasche hafi lent í bílslysi í gær og látist af sárum sínum á slysstað. Bifreið sem hann ók fór út af vegi og hafnaði á tré með fyrrgreindum afleiðingum.

Hafði Rasche unnið hjá Eintracht Frankfurt frá árinu 2020 og þjálfað ýmis yngri flokka lið hjá félaginu áður en hann tók við sem þjálfari U19-ára liðsins í apríl á síðasta ári.

Fjöldi þýskra félaga hefur vottað fjölskyldu Rasche og Eintracht Frankfurt samúð sína. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert