Brasilíumaðurinn hættir

Paulinho í leik með brasilíska landsliðinu í Rússlandi.
Paulinho í leik með brasilíska landsliðinu í Rússlandi. AFP

Brasilíumaðurinn Paulinho hefur ákveðið að setja knattspyrnuskóna á hilluna. 

Paulinho lék síðast með Corinthians í heimalandinu en hann var í stóru hlutverki hjá Barcelona tímabilið 2017 til 2018. 

Þá lék hann 49 leiki með liðinu og skoraði níu mörk. 

Hann spilaði með Tottenham á árunum 2013 til 2015 en fór svo til Kína. Hann hefur einnig leikið með Al-Ahli í Sádi Arabíu og Red Bull Bragantino og Audax Sao Paulo í heimalandinu. 

Paulinho, sem er orðinn 36 ára gamall, lék þá 56 landsleiki fyrir Brasilíu og skoraði 13 mörk. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert