Danir í skýjunum eftir leikina tvo

Yussuf Poulsen fagnar sínu marki í kvöld.
Yussuf Poulsen fagnar sínu marki í kvöld. AFP/Liselotte Sabroe

Danir eru mjög ánægðir með fyrstu tvo leiki karlalandsliðsins í Þjóðadeildinni í fótbolta. 

Danmörk vann Sviss á fimmtudaginn og Serbíu í dag en báðir leikir fóru fram á Parken í Kaupmannahöfn og enduðu 2:0. 

Lars Knudsen hefur stýrt liðinu í síðustu tveimur leikjum en hann kom inn fyrir Morten Wieghorst, sem er í veikindaleyfi. 

Danskir miðlar hrósa Knudsen í hástert. 

Í grein Tipsbladet er Knudsen kallaður besti bráðabirgðastjóri í heimi. BT hrósar honum þá einnig og talar um að hann hafi staðið sig glæsilega. 

Lars Knudsen hefur komið virkilega vel inn í starf þjálfara …
Lars Knudsen hefur komið virkilega vel inn í starf þjálfara Danmerkur. AFP/Ritzau Scanpix
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert