Svíþjóð fór léttilega með Eistland, 3:0, í C-deild Þjóðadeildar Evrópu í knattspyrnu karla í Solna í Svíþjóð í kvöld.
Svíar eru með fullt hús stiga eftir fyrstu tvo leikina. Slóvakía og Aserbaídsjan eru einnig í riðlinum.
Framherjinn Viktor Gyökeres skoraði fyrsta og þriðja mark Svía en annað markið skoraði Alexander Isak.