Glódís og Karólína áfram í bikarnum

Glódís Perla Viggósdóttir og Karólína Lea Vilhjálmsdóttir.
Glódís Perla Viggósdóttir og Karólína Lea Vilhjálmsdóttir. Ljósmynd/Alex Nicodim

Landsliðsfyrirliðinn Glódís Perla Viggósdóttir og liðskonur í Bayern München eru komnar áfram í 16-liða úrslit þýska bikarsins í fótbolta eftir stórsigur á Sand, 6:0, á útivelli í dag. 

Glódís, sem er einnig fyrirliði Bayern, var á sínum stað í hjarta varnarinnar hjá Bayern. 

Þá var Karólína Lea Vilhjálmsdóttir í byrjunarliði Bayer Leverkusen í sigri á Karlsruher, 2:0, á útivelli. 

Hún var í baráttunni í seinna marki Leverkusen, sem reyndist vera sjálfsmark. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert