Í góðu lagi með lykilmann Liverpool

Alexis Mac Allister.
Alexis Mac Allister. AFP/Juan Mabromata

Argentínumaðurinn Alexis Mac Allister er ekki alvarlega meiddur og búist er við því að hann taki þátt í leik Liverpool gegn Nottingham Forest í ensku úrvalsdeildinni í fótbolta næsta laugardag. 

Mac Allister fór meiddur af velli í sigri Argentínu gegn Síle, 3:0, aðfaranótt föstudags. 

Nú greina argentínskir miðlar frá því að meiðslin séu ekki alvarleg og að Mac Allister muni fylgja argentínska hópnum í útileikinn gegn Kólumbíu næsta þriðjudagskvöld. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert