Magnaðir Spánverjar skoruðu tvö manni færri

Ekkert fær Spánverja stöðvað.
Ekkert fær Spánverja stöðvað. AFP/Fabrice Coffrini

Evrópumeistarar Spánar unnu Sviss, 4:1, í A-deild Þjóðadeildar karla í knattspyrnu í Sviss í kvöld. 

Spánn er með fjögur stig eftir fyrstu tvo útileikina í öðru sæti á eftir Danmörku sem vann fyrstu tvo leiki sína. Serbía er einnig í riðlinum. 

Joselu og Fabián Ruiz sáu til þess að Spánn væri tveimur mörkum yfir eftir 13 mínútur. 

Á 20. mínútu fékk Robin Le Normand rautt spjald í liði Spánar. 

Zeki Amdouni minnkaði muninn fyrir Sviss á 41. mínútu. 

Spánverjar skoruðu hins vegar næstu tvö mörk leiksins. Ruiz var aftur á ferðinni á 77. mínútu og Ferran Torres innsiglaði sigur Spánverja á 80. mínútu, 4:1. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert