Ronaldo hetja Portúgals

Cristiano Ronaldo í baráttunni í kvöld.
Cristiano Ronaldo í baráttunni í kvöld. AFP/Patricia De Melo Moreira

Cristiano Ronaldo skoraði sigurmarkið þegar Portúgal sigraði Skotland, 2:1, í A-deild Þjóðadeildar Evrópu í knattspyrnu í Portúgal í kvöld. 

Ronaldo byrjaði á bekknum en kom inn á í hálfleik í stöðunni 1:0 fyrir Skotlandi en Scott McTominay kom skoska liðinu yfir í fyrri hálfleik. 

Bruno Fernandes jafnaði metin snemma í þeim seinni en sigurmark Ronaldo kom á 88. mínútu. 

Portúgal er með fullt hús stiga eftir fyrstu tvo leikina en Króatía vann Pólland í sama riðli, 1:0, í Króatíu í kvöld. 

Sigurmark Króata skoraði snillingurinn Luka Modric beint úr aukaspyrnu. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert