Með skýr skilaboð til Heimis

Heimir Hallgrímsson stýrði írska landsliðinu í fyrsta skipti á laugardaginn …
Heimir Hallgrímsson stýrði írska landsliðinu í fyrsta skipti á laugardaginn var. AFP/Paul Faith

Brian Kerr, sem þjálfaði áður karlalandslið Írlands í fótbolta, ræddi við Mirror um Heimi Hallgrímsson sem tók við starfinu í sumar.

Heimir stýrði írska liðinu í fyrsta skipti gegn Englandi í Þjóðadeildinni á heimavelli á laugardaginn var og fór enska liðið með sigur af hólmi, 2:0.

„Landsliðsþjálfarinn var að hitta leikmennina sína í fyrsta skipti nokkrum dögum fyrir leikinn og það var eins og hann leyfði aðstoðarmönnum sínum að tala meira.

Það heyrðist ekki mikið í Heimi fyrir leikinn og hann er enn að læra á leikmennina sína. Hann verður að vera ákveðnari og taka völdin. Hann verður að stýra liðinu meira og sýna leikmönnum hver stjórinn er,“ sagði Kerr.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert