Holland og Þýskaland gerðu jafntefli, 2:2, í hörkuleik í 3. riðli A-deildar Þjóðadeildar Evrópu í knattspyrnu karla í kvöld.
Bæði lið eru með fjögur stig eftir fyrstu tvær umferðirnar en Þýskaland trónir á toppnum með betri markatölu.
Tijjani Reijnders kom Hollendingum í forystu eftir aðeins tveggja mínútna leik þegar hann slapp einn í gegn eftir stungusendingu Ryans Gravenberch og lagði boltann milli fót Marc-Andre ter Stegen í marki Þýskalands.
Á 38. mínútu jafnaði Deniz Undav metin með góðu vinstri fótar skoti úr vítateignum sem hafnaði uppi í þaknetinu.
Seint í uppbótartíma fyrri hálfleiks kom fyrirliðinn Joshua Kimmich Þýskalandi yfir með skoti af stuttu færi eftir að skot Undavs fór af Matthijs de Ligt og beint í hlaupaleið Kimmich.
Snemma í síðari hálfleik, á 50. mínútu, jafnaði Denzel Dumfries metin fyrir Holland með skoti af stuttu færi eftir góðan undirbúning Brians Brobbeys.
Í hinum leik riðilsins gerðu Ungverjaland og Bosnía og Hersegóvína markalaust jafntefli og eru bæði með eitt stig eftir tvær umferðir.