Kemst ekki frá Stockport til Real Madrid

Carlo Ancelotti fékk ekki nýjan aðstoðarþjálfara
Carlo Ancelotti fékk ekki nýjan aðstoðarþjálfara AFP/Thomas Coex

Aðstoðarþjálfari Stockport County taldi sig vera kominn á græna grein þegar hann fékk tilboð frá Evrópumeisturum Real Madrid. Því miður fyrir hann fékk hann ekki atvinnuleyfi á Spáni.

Andy Mangan kynntist Davide Ancelotti, aðstoðarþjálfara Real Madrid, á þjálfaranámskeiði. Þeir urðu mestu mátar og Davide mældi með við föður sinn, Carlo Ancelotti, að ráða Mangan í þjálfarateymið hjá Evrópumeisturunum.

Félögin höfðu náð saman og Mangan hafði samþykkt samninginn en vistaskiptin strönduðu á atvinnuleyfisumsókn Englendingsins. Hún var ekki samþykkt og því verður Mangan áfram hjá Stockport og hjálpa liði sínu að undirbúa leik gegn Crawley Town í næstu umferð.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert