Yfirgefur landsliðið í hjólastól

Ismael Bennacer í leik með AC Milan.
Ismael Bennacer í leik með AC Milan. AFP/Charly Triballeau

Alsírski miðjumaðurinn Ismael Bennacer varð fyrir slæmum meiðslum á fæti í landsliðsglugganum og sneri aftur til Mílanó þar sem hann spilar með AC Milan.

Mynd af Bennacer á flugvelli þar sem miðjumaðurinn sat í hjólastól hefur vakið athygli ítalskra fjölmiðla en við hlið leikmannsins er aðili sem heldur á hækjum fyrir leikmanninn.

Reiknað er með að Bennacer verði frá keppni næstu þrjá mánuðina og missir þar af leiðandi af stórleikjum Mílanó liðsins gegn Liverpool í Meistaradeild Evrópu og grannaslagnum gegn Inter.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert