Shay Given, fyrrverandi fyrirliði írska karlalandsliðsins í knattspyrnu, tók upp hanskann fyrir Heimi Hallgrímsson í viðtali við breska miðilinn Independent á dögunum.
Given, sem er 48 ára gamall, gerði garðinn frægann með Newcastle þar sem hann lék frá 1007 til ársins 2009 en alls lék hann 134 A-landsleiki fyrir Íra.
Heimir Hallgrímsson tók við stjórnartaumunum hjá Írlandi í sumar en liðið tapaði fyrstu leikjum sínum undir stjórn Heimis á dögunum, gegn Englandi og Grikklandi í Þjóðadeildinni, og er komin pressa á þjálfarann á Írlandi.
„Tveir leikir búnir í Þjóðadeildinni og brekkan er strax orðin mjög brött,“ sagði Given í samtali við Independent.
„Þetta verður ekki mikið verra. Ráðningarferlið á nýjum þjálfara var, já, galið. Hallgrímsson sagði það sjálfur að hann hefði nýtt landsleikjagluggann í að kynnast leikmönnunum. Hann fékk bara viku með leikmönnunum. Eftir að Kenny lét af störfum, og áður en Heimir tók við, lék liðið fjóra vináttulandsleiki.
Knattspyrnusambandið hafði 231 dag til þess að ráða nýjan þjálfara. Það er allt of langur tími og í raun algjörlea galið. Sama hvern þú ræður, þá þarf viðkomandi tíma með liðið. Það er fráleitt að sá sem tekur við, og er að kynnast leikmönnunum, byrji strax á keppnisleikjum sem skipta gríðarlega miklu máli,“ bætti Given við.