Stam ákærður fyrir stórt eiturlyfjasmygl

Ronnie Stam hefur verið ákærður fyrir stórt kókaínsmygl.
Ronnie Stam hefur verið ákærður fyrir stórt kókaínsmygl. Ljósmynd/Arsenal

Hollenski knattspyrnumaðurinn Ronnie Stam, sem lék m.a. með Wigan og varð enskur bikarmeistari með liðinu árið 2013, hefur verið ákærður fyrri að smygla rúmum tveimur tonnum af kókaíni úr heimalandinu.

Hann var handtekinn í júní síðastliðinn og hefur verið í gæsluvarðhaldi allar götur síðan. Hann hefur einnig verið ákærður fyrir peningaþvott.

Foreldrar hans, bróðir og kærasta voru einnig handtekin, en þeim var öllum sleppt á meðan knattspyrnumaðurinn fyrrverandi hefur verið áfram í haldi.

Eftir húsleitir fundust um 100.000 evrur í seðlum á heimili Stam og fjölskyldu hans. Málið verður tekið fyrir hjá dómara 28. nóvember næstkomandi. Stam lagði skóna á hilluna árið 2016.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert