Knattspyrnumaðurinn Fahad Al-Muwallad, landsliðsmaður Sádi-Arabíu, er í lífshættu á sjúkrahúsi í Dubai eftir slys á hóteli sem hann gisti á þar í borg.
Al-Muwallad gisti eina nótt á hótelinu á leið sinni aftur til félagsliðsins Al-Shabab í heimalandinu eftir landsliðsverkefni í Kína.
Leikmaðurinn, sem er 29 ára gamall, var einn í herbergi sínu þegar hann féll niður svalir á annarri hæð hótelsins og lenti afar illa. Var hann fluttur á gjörgæslu á nærliggjandi sjúkrahúsi.
Hann lék m.a. með Sádi-Arabíu á HM í Rússlandi 2018.