Orri spilaði gegn Real Madrid

Orri Steinn Óskarsson þakkar stjörnunum í Real fyrir leikinn í …
Orri Steinn Óskarsson þakkar stjörnunum í Real fyrir leikinn í leikslok. AFP/Ander Gillenea

Real Madrid hafði betur gegn Real Sociedad, 2:0, á útivelli í spænsku 1. deildinni í fótbolta í kvöld.

Eftir markalausan fyrri hálfleik kom Vinícius Junior Madrídarliðinu yfir á 58. mínútu með marki úr víti.

Fimm mínútum síðar kom Orri Steinn Óskarsson inn á sem varamaður hjá Socedad, en hann er nýkominn til félagsins frá FC Kaupmannahöfn í Danmörku.

Því miður fyrir Orra og félaga skoraði Kylian Mbappé annað mark Real, úr öðru víti, á 75. mínútu og þar við sat.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka