Frábær byrjun hjá Hildi á Spáni

Hildur Antonsdóttir gekk til liðs við Madrid CFF í ágúst.
Hildur Antonsdóttir gekk til liðs við Madrid CFF í ágúst. Eggert Jóhannesson

Hildur Antonsdóttir spilaði fyrstu 66 mínúturnar fyrir Madrid CFF í 2:1 sigri liðsins gegn Espanyol í dag.  

Ainoa Campo Franco kom Espanyol yfir á 61. Mínútu. Hin norska Kamilla Melgård jafnaði metin á 69. mínútu.  

Á 89. mínútu skoraði Bárbara López Gorrado sigurmark Madrid sem tryggði liðinu þrjú stig.   

Madrid byrjar tímabilið vel og er með fullt hús stiga eftir tvær umferðir.  

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert