Franski knattspyrnumaðurinn Adrien Rabiot er að ganga til liðs við Marseille í heimalandinu.
Það er ítalski félagaskiptasérfræðingurinn Fabrizio Romano sem greinir frá þessu en Rabiot, sem er 29 ára gamall, hefur verið án félags síðan samningur hans við Juventus rann út í sumar.
Hann hefur einnig leikið með París SG og Toulouse í heimalandinu en alls lék hann 212 leiki fyrir Juventus og skoraði í þeim 22 mörk á fimm árum.
Romano greinir frá því að Rabiot muni gangast undir læknisskoðun hjá Marseille í vikunni en hann á að baki 48 A-landsleiki fyrir Frakkland.
Miðjumaðurinn var sterklega orðaður við bæði Arsenal og Manchester United en virðist nú vera á leið aftur til heimalandsins.