Aitana Bonmatí, miðjumaður Evrópumeistara Barcelona og heimsmeistara Spánar, er orðin launahæsta knattspyrnukona í sögunni eftir að hún skrifaði undir nýjan samning við Börsunga.
Bonmatí, sem vann Gullboltann á síðasta ári, skrifaði undir samning við Barcelona sem gildir til sumarsins 2028.
ESPN greinir frá því að launahæstu knattspyrnukonur heims sem spila í Bandaríkjunum fái tæplega 700.000 bandaríkjadali í árslaun, um 95 milljónir íslenskra króna, en að nýr samningur Bonmatí feli í sér hærri árslaun þó nákvæm upphæð sé ekki tekin fram.