Carroll á leið í krísuklúbb

Andy Carroll og Luis Suarez fagna marki framherjans stóra.
Andy Carroll og Luis Suarez fagna marki framherjans stóra. AFP/Glyn Kirk

Enski framherjinn Andy Carroll er sterklega orðaður við Bordeaux en félagið fer illa af stað í fjórðu efstu deild franska fótboltans eftir að hafa verið dæmt niður um deildir vegna gjaldþrots.

Carroll er þrjátíu og fimm ára gamall og leikur með Amiens í frönsku 2. deildinni en á að baki feril hjá Newcastle, Liverpool og West Ham ásamt því að hafa leikið níu landsleiki fyrir England og skorað tvö mörk.

Stórveldið Bordeaux er með tvö stig eftir þrjá leiki í B-riðli 4. deildar.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert