Stuðningsmaður Liverpool lést í Mílan

Stuðningsmaðurinn lést er hann fylgdi Liverpool til Mílanó.
Stuðningsmaðurinn lést er hann fylgdi Liverpool til Mílanó. AFP/Peter Powell

Enska knattspyrnufélagið Liverpool hefur gefið út yfirlýsingu vegna andláts hins 51 árs gamla Philip Dooley stuðningsmanns félagsins.

Dooley lést í bílslysi í Mílanóborg á Ítalíu í morgun þar sem Liverpool og AC Milan eigast við í Meistaradeild Evrópu en flautað verður til leiks klukkan 19 í kvöld.

„Við erum djúpt snortin yfir hræðilegu andláti Philip Dooley eftir bílslys í Bergamó snemma í morgun. Philip hélt með Liverpool ævilangt og ferðaðist til Mílanó til að vera viðstaddur leikinn í kvöld,“ segir m.a. í yfirlýsingu félagsins.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert