Framherjinn stæðilegi, Andy Carroll, hefur skrifað undir samning við franska fjórðudeildarliðið Bordeaux en félagið staðfestir vistaskiptin á heimasíðu sinni.
Carroll er 35 ára gamall og best þekktur fyrir tíma sinn í ensku úrvalsdeildinni sem leikmaður Newcastle, Liverpool og West Ham.
Undanfarið hefur Carroll leikið með Amiens í B-deildinni í Frakklandi. Bordeaux gefur ekki upp hversu langur samningur Carroll við félagið er.
Bordeaux hefur verið eitt af stærri félögum Frakklands um árabil og varð franskur meistari í sjötta sinn árið 2009, en var fellt niður í D-deildina í vor eftir að það varð gjaldþrota.