Rómverjar að ráða þjálfara

Ivan Juric er mættur til Roma
Ivan Juric er mættur til Roma Ljósmynd/Genoa

Daniele De Rossi, knattspyrnustjóra Roma var sagt upp störfum í morgun en félagið er við það að ráða Króatann Ivan Juric sem nýjan þjálfara liðsins.

Juric gerir eins árs samning við Roma sem framlengist sjálfkrafa nái liðið að tryggja sér sæti í Meistaradeild Evrópu. Juric var þjálfari Torino í þrjú ár en hætti í sumar. Þar áður stýrði hann Hellas Verona, Genoa og Crotone.

Roma er enn án sigurs í deildinni eftir fjóra leiki með þrjú jafntefli og eitt tap.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert